FRÉTTIR

05 jún 2017

Sitja þínir samfélagsmiðlar á hakanum?

Hvernig á að ná til viðskiptavina á samskiptamiðlum? Af hverju mega samfélagsmiðlar fyrirtækja ekki liggja niðri? Hvernig á Instagram fyrir fyrirtæki að líta út og hvernig getur þú verið með frábæra tilveru á samskiptamiðlunum og svo margt, margt fleira! 

Æ, æ, æ … hver kannast ekki við að rekast inn á aðganga fyrirtækja á samfélagsmiðlum og sjá að þeir sitja gjörsamlega á hakanum? Það má að sjálfsögðu ekki gerast… en af hverju er þetta svona mikilvægt? Úff! Ef ég bara gæti skrifað það í einni setningu en mig langar að ræða við ykkur um það hve mikilvægt þetta er og hve mikilvægt það er að hafa alla miðla á hreinu. Ég ætla líka að kynna fyrir ykkur nýjungar hjá Eylenda.

Algengustu ástæðurnar fyrir því að samfélagsmiðlar hjá fyrirtækjum eru í ruglinu!

 1. Vantar myndefni
 2. Það vantar skýr skilaboð til þess að koma á framfæri (með/án mynda)
 3. Það vantar stefnu fyrir það hvaða efni á að deila
 4. Stefna og skipulag fyrir það hve oft á að deila er ekki til staðar
 5. Það eru engin viðbrögð á samfélagsmiðlunum
 6. Skortur á eða engar hugmyndir
 7. Að halda uppi samfélagsmiðlum er tímafrekt / Það gefst ekki tími
 8. Viðkomandi kann ekki, nennir ekki eða hefur ekki trú á auglýsingum á samfélagsmiðlum

Tengiru?

Fyrir mér persónulega er ástæðan fyrir því að mörg fyrirtæki eru ekki með sterka tilveru á samfélagsmiðlum og eru ekki að ná til neytenda sú að margir átta sig ekki á því hve kröftugir samskiptamiðlar eru. Viðkomandi einfaldlega kann ekki á samskiptamiðla, veit ekki hvernig ná má til viðskiptavina og áttar sig ekki á því hvernig efni á heima á hverjum miðli.

Allt er þetta auðvitað súper eðlilegt en það er bara mikilvægt að átta sig á þessu – Til þess að eiga kost á því að læra og gera betur!

Þetta er rosalega nýtt að í rauninni þurfa allir að vera á samfélagsmiðlum í dag og ekki er það eitt nóg, heldur þarf að vera virkur. Fyrirtæki gera sér ekki endilega grein fyrir þessu og hvað þá hve mikinn tíma þetta tekur og hve mikil hugmyndavinna og sköpun gæti leynst á bakvið árangursríka herferð eða stefnu. Þess vegna er auðvitað mikilvægt að fá einhvern sem virkilega ELSKAR samfélagsmiðla að gera þetta fyrir þig … t.d. erum við hjá Eylenda snillingar í nákvæmlega þessu. Meira að segja þó við segjum sjálf frá!

Af hverju er slæmt að vera ekki VIRK/UR á samfélagsmiðlum / deila reglulega?

 1. Reach dettur niður. Þ.e.a.s aðgangurinn þinn nær til færri notenda!
 2. Neytendur eru alltaf að skoða samfélagsmiðla. Ef aðgangurinn er virkur læra þeir að nota hann og leita þangað til þess að sækja upplýsingar fljótt og örugglega. Ef miðlar eru ekki alltaf reglulega uppfærðir eða “up-to date” hætta viðskiptavinir að kíkja á viðkomandi aðgang, tengja slæma upplifun við vörumerkið og eru líklegri til þess að hætta við að kaupa. En ef viðkomandi aðgangur er virkur þá er mjög líklegt að viðskiptavinur tengi jákvæða upplifun við vörumerkið, heimsæki aftur og þegar hann kaupir og er tækifæri til þess að selja eitthvað annað með.
 3. Það hvernig samfélagsmiðlarnir hjá fyrirtækjum líta út er í raun andlit fyrirtækja í dag. Fólk leitar þangað til þess að nálgast upplýsingar, leita sjálf að auglýsingum og til þess að versla.
 4. Aðgangar sem eru ekki virkir geta látið fyriræki líta út fyrir að vera ótrúverðug, sumir tengja óvirka aðganga við “spamm” (ekki viðurkenndir aðgangar fyrirtækja) eða hægt er að túlka það sem svo að fyrirtækið sé hætt.

Hvað þarf að vera til staðar til þess að sjá um einn Instagram reikning til dæmis?

 1. Myndefni
 2. Texta sköpun
 3. Þema / Stefna fyrirtækis eða vörumerkis á samfélagsmiðlum
 4. Áhrifavaldar
 5. # fyrir þitt vörumerki
 6. Hugmyndavinna fyrir það hvernig stefnan á að vera / vörumerkið á að líta út.
 7. Fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í samfélaginu, á Instagram og bregðast við umtali, fréttum og athugasemdum. Taka þátt í umræðunni.
 8. Tala við viðskiptavini. Athugasemdir, læk og fleira. Til dæmis líka við myndir hjá fólki sem tengist vörumerkinu og taka þátt í athugasemdum til þess að fá ást til baka (Engage).
 9. Alltaf að svara skilaboðum og gera það á réttum tíma. Helst á innan við 10 mínútum en innan 24 klst er ásættanlegt.
 10. Nota Instastory.

Svona getur þú rokkað tilveruna á samfélagsmiðlum og sparað tíma í leiðinni:
Með hjálp Eylenda!

 1. Við veitum ráðgjöf og búum í sameiningu til ímynd vörumerkis/fyrirtækis.
 2. Búum til stefnu / markaðsplan vörumerkis á samfélagsmiðlum og vinnum skemmtilega hugmyndavinnu fyrir fyrirtæki.
 3. Tengjum áhrifavalda við vörumerki sem við trúum innilega að sé besta auglýsing sem völ er á í dag (stækkar tilveru á samskiptamiðlunum, eykur sölu, vörumerkjavitund, virkar strax og svo mætti lengi telja).
 4. Búum til myndefni.
 5. Tengjum þig við viðskiptavini.
 6. Stækkum tilveru og fjölda vina á samfélagsmiðlum.
 7. Við fylgjumst með öllu því nýjasta sem er að gerast á samskiptamiðlum.
 8. Svörum athugasemdum og tengjum við neytendur.
 9. Notum Instastory og Facebook Live.
 10. Auk þess tekur Eylenda að sér að veita ráðgjöf og/eða sjá um heimasíðugerð, lógó, grafíska hönnun og allskonar fyrir þig!

Hljómar þetta ekki bara spennandi?

Ég er viss um að fyrir marga getur þetta verið yfirþyrmandi en við erum fullviss um að markaðssetning á samfélagsmiðlunum er einn allra besti vettvangur fyrirtækja til þess að koma sér á framfæri, selja og ná til viðskipta vina. Ekki skemmir fyrir að það er margfalt ódýrara en aðrar hefðbundnar auglýsingaleiðir.

Þetta er sannarlega heljarinnar vinna við aðeins einn miðil en þetta skilar þér margfalt tilbaka. Þess vegna er betra að byrja núna en seinna. Tíminn mun líða hvort sem er.

 

Kveðja Tanja sem lifir á samfélagsmiðlum, over and out!

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×