FRÉTTIR

04 sep 2017

Lærðu að búa til þína eigin netverslun

Shopify Námskeið: Lærðu að búa til þína eigin netverslun!

Langar þig að læra búa til þína eigin sölusíðu á internetinu? Shopify er frábært kerfi sem auðvelt er að læra á og býður þér upp á að búa til glæsilega sölusíðu fyrir vörur eða þjónustu, sérsniðna að þínu vörumerki þar sem þú getur sjálf/ur breytt, bætt eða lagað án aðstoðar.

Margir kannast við að láta setja upp fyrir sig rándýrar heimasíður en þegar þarf að gera breytingar þarfnast það sérfræðikunnáttu og er bæði tímafrekt og dýrt. Á byrjendanámskeiðinu fyrir Shopify lærir þú ekki bara að búa til þína eigin síðu heldur líka hvernig á að setja hana glæsilega upp, gera hana eins skilvirka og mögulegt er og halda henni við án aðstoðar.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að læra setja upp verslun á netinu. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem hafa ekki unnið með Shopify áður. Hentar ótrúlega vel fyrir alla sem vilja kynna sér möguleika á að opna netverslun, læra heimasíðugerð eða spara tíma og pening í sérfræðivinnu á vefnum. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa enga eða litla reynslu af netverslun og vilja auka við þá þekkingu

Um námskeiðshaldara:

Námskeiðið er haldið af frumkvöðlunum á bakvið umboðsskrifstofuna Eylenda.

Tanja Ýr er eigandi snyrtivörumerkisins Tanja Yr Cosmetics og meðeigandi Eylenda. Hún hefur mikla reynslu af fyrirtækjarekstri á internetinu og hefur sett upp fjölmargar síður með Shopify. María Hólmgrímsdóttir er annar eigandi Eylenda og netverslunarinnar Black & Basic. Báðar búa þær auk þess yfir mikilli sérfræðikunnáttu á samfélagsmiðlum og notkun þeirra í auglýsingaskyni.

Markmið & lengd námskeiðsins:

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að skilja kosti & möguleika netverslanna eins og Shopify og hvernig á að búa til og halda við sinni eigin síðu. Farið verður djúpt í hvert skref fyrir sig og allir eiga að kunna búa til sína eigin netverslun eftir eitt námskeið. Námskeiðið er 2×4 klukkustundir.

Viðfangsefni Námskeiðsins:

Kynning á Shopify

Almenn kynning á þessari lausn og hvaða víðtæku tækifæri og möguleikar eru í boði, auk þess er komið inn á hvaða hamlanir kunna að vera til staðar.

Að setja upp þína eigin síðu

Farið er í það skref fyrir skref hvernig á að setja upp sölusíðu og stilla hana. Allir eru hvattir til þess að setja upp sína eigin síðu með okkur á námskeiðinu sjálfu til þess að fá sem mest út úr kennslunni. Ath: Það kostar ekkert að setja upp síðu þar sem Shopify bíður upp á fyrstu 14 dagana frítt og auk þess er ekki nauðsynlegt að eiga lén eða hýsingu.

Útlit síðunnar: 

Farið er lauslega yfir hvaða möguleikar eru í boði við útlit Shopify síðu og hvernig má breyta og bæta uppröðun og heildarmynd á síðunni. Auk þess eru kynntar lausnir við það hvað má sérsníða.

Að færa inn vörur og flokka:

Hvernig vörur og upplýsingar eru færðar inn og raðaðar upp í flokka.

App-Store á Shopify:

Farið er yfir nokkrar app-lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Nokkur mismunandi kerfi og hvernig á að setja upp app.

Er þetta námskeið fyrir alla?

Klárlega! Þú verður Shopify snillingur eftir þetta námskeið. Þú þarft ekki að hafa lokið neinu námi til þess að taka þátt.

Hvað þarft þú til þess að geta komið á námskeiðið?

Fyrir utan góða skapið og óbilandi lærdómsþorsta þá er gott að hafa með tölvu. Við mælum með því að allir taki tölvu með til þess að fá það mesta út úr fyrirlestrinum. Hins vegar er sjálfsögðu í boði að koma án tölvu og fylgjast með – En við lærum mest á því að prófa okkur áfram undir leiðsögn.

Námskeiðið eru 2x4klst og verður haldið dagana:
16.október – 17.15-21.15
17.október – 17.15-21.15

Smelltu HÉR til þess að skrá þig.

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×