FRÉTTIR

12 jún 2017

Áhrifavaldar: Hvernig kemur maður sér á framfæri á samskiptamiðlum?

Ert þú stór áhrifavaldur eða ertu kannski bara ný byrjaður á samfélagsmiðlunum og vilt ná lengra? Hér er nokkur góð atriði sem ættu að hjálpa þér til þess að stækka og ná enn lengra!


1. Vertu virkur!

Það er mjög mikilvægt að vera með stöðugleika á miðlunum og deila efni reglulega. Auk þess er t.d. gott að pósta myndum eða færslu á þeim tíma dags (eða á þeim dögum) sem þínir fylgjendur eru virkir á og einnig er gott ráð að pósta á ákveðnum dögum svo að það komist í vana hjá fólki að kíkja á þínar síður á þeim tíma. Á Instagram meðal annars er hægt að fylgjast vandlega með þessu og allskonar tölfræði með því að breyta aðgangi þínum í “fyrirtæki” undir stillingum.

2. Taktu þátt í umræðunni 
Taktu þátt í umræðunni með vinum, fylgjendum og öðrum áhrifavöldum! Þegar að fylgjandi spyr þig spurningu þá er mikilvægt að svara þeim. Þegar það er ákveðið umræðuefni milli stærri áhrifavalda þá er mjög mikilvægt ef umræðuefnið á við um þig að taka það einnig upp á þínum miðlum.

Með því að taka þátt, “læka”, skrifa athugasemd og svo framvegis sýnir þú ekki bara lit heldur kemur þér betur á framfæri.

3. Umgangast fólk með sömu áhugamál
Þú gætir klárlega eignast nýja vini í þessum heimi og þá er mjög gott að vinna saman með öðrum einstaklingum við það að byggja upp báða aðgangana á samskiptamiðlum. Auk þess er mjög sniðugt að senda á stærri áhrifavalda og fá svokallað “shoutout” en þó er mikilvægt að vera ekki uppáþrengjandi. Einnig er líka sniðugt að vera í kringum minni áhrifavalda og hjálpast að 🙂

Hægt er að taka þátt í umræðu hjá hvor öðrum en svo er líka hægt að taka myndir eða myndbönd saman, hvetja fylgendur til að fylgjast með hinum eða taka upp LIVE myndbönd saman.

4. Styðja aðra áhrifavalda
Rétt eins og ég kem örlítið inn á hér fyrir ofan en samt sem áður svo rosalega mikilvægt að það á skilið sinn eigin punkt! Skrifa athugasemd, gefa þeim “shoutout” og “læka” hjá öðrum áhrifavöldum getur komið þér á framfæri OG það eykur líkurnar á að þeir geri það til baka! Með þessu getur þú orðið mun sýnilegri og fólk á auðveldara með að finna þig.

5. Mikilvægt: Vertu þú sjálf/ur
Þú verður að vera persónuleg/ur! Það er ekkert skemmtilegt að fylgjast með fólki sem að gefur ekkert af sér. Það er hins vegar mikið skemmtilegra að fylgjast með manneskju sem manni finnst að maður þekki því að manneskjan er svo persónuleg. Þá er ég til dæmis að meina að sýna ekki bara eina “filteraða” glansmynd, heldur líka allt það fyndna og vandræðalega sem kemur fyrir þig í daglegu lífi. Það er mikilvægt að vera maður sjálfur!

6. Að búa til skemmtilegt efni
Það að gera hjálplegt, persónulegt eða fyndið efni fær fólk til að tala um þig og þú færð því fleiri fylgjendur. Eitthvað sem fólk í raun hagnast af er alltaf vinsælt! Þess vegna er svo vinsælt að vera með kennslumyndbönd, hvort sem það er fyrir snyrtivörur, íþróttir, mataræði eða eitthvað allt annað. Þegar þú gefur að þér og kennir fylgjendum þínum nýja hluti, trix eða deilir með þeim spennandi upplýsingum þá vinna allir. Síðan er það oft svoleiðis að fólk hermir eftir öðrum og þá er efnið þitt ekki sérstakt svo að það er best að vera bara algjörlega þú og deila því sem þér þykir skemmtilegt og/eða fallegt.

7. Notaðu # eða merktu vinsæl “Instagröm” á myndina þína
Þetta dæmi er sérstaklega fyrir Instagram. Það er mjög sniðugt að nota kassamerki (#) til þess að mögulega ná til stærri hóps og næla þér í nýja fylgjendur. Einnig er sniðugt að merkja stór Instagröm í myndirnar þínar. Til dæmis ef þú ert að deila ferðamynd þá er sniðugt að merkja á myndina þína stóra “ferða aðganga” á Instagram. Á þennan hátt gætir þú náð athygli frá einhverjum fylgjendum þessara stóra aðgangs.

8. Um leið og þú hefur náð yfir 1000 fylgjendur til dæmis, hafðu gjafaleik!
Gjafaleikir geta verið skemmtilegir ef þú hefur þá persónulega og MJÖG sjaldan. Lykillinn hér er að biðja fólk um að merkja vini sína í athugasemdum og fylgja þér til að stækka Instagramið/Facebookið. Snapchat leikur: Biðja fólk um að senda þinn Snapchat aðgang á alla á vinalistanum til að komast í pottinn.

Svona leikur hafa reynst rosalega áhrifaríkir en þeir eru líka mjög umdeildir. Miðlar eins og Facebook hafa lengi reynt að minnka áhrif svona leikja og margir eru alls ekki hrifnir af því að tengja vörumerkin sín við þessa leið. En það getur verið rosalega áhrifaríkt ef rétt er farið að!

9. Kaupa vöru eða tengja þig við vörumerki með stóran fylgjendahóp:
Varan sem þú kaupir þarf alls ekki að vera dýr en mikilvægt er að finna fyrirtæki sem þú fýlar og er með stóran fylgjendahóp. Taktu fallega mynd og merktu þau og svo er bara að vonast eftir því besta að þau setji myndina á sína miðla og merki þig á hana. Einnig er þetta mjög sniðug leið til að láta fyrirtæki taka eftir þér ef þú hefur áhuga á samstarfi. Mikilvægt er að vanda efnið mjög vel.

 


 

Það eru gjörsamlega endalausar leiðir í boði til þess að stækka og byggja upp spennandi, ný vörumerki á samskiptamiðlum – Fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þetta eru aðeins nokkrar hugmyndir sem þú ættir klárlega að byrja nýta þér ef þú ert ekki að því nú þegar.

Ég vona innilega að þetta hafi verið hjálplegt en ef þú hefur fleiri hugmyndir og ráð til þess að stækka þá væri gaman að heyra frá þér hér fyrir neðan í athugasemdum eða með því að senda okkur skilaboð!

Þar til næst,

Tanja Ýr.

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×