FRÉTTIR

18 ágú 2017

Fáðu sem mest fyrir peninginn á facebook!

Hefur þú tekið eftir því að hafa verið að leita af sérstakri vöru á vefnum og stuttu seinna þá birtast auglýsingar af þeirri vöru eða svipuðum vörum á Facebookinu þínu? Þetta er auðvitað engin tilviljun!
Facebook tekur saman gríðarlega mikið af upplýsingum um notendur sem notaðar eru til að setja þig í ákveðinn markhóp.

Í dag eru um 2 billjón notendur skráðir á Facebook og hvergi fleiri en á Íslandi miðað við höfðatölu. Því segir það sig sjálft hversu góður vettvangur samfélagsmiðillinn getur verið, til að ná til síns markhóps.

Hér koma nokkrir punktar um það hvernig hægt er að nota Facebook ads/auglýsingar til að ná til síns markhóps.

 1. Hvað er að gerast?

  Mikilvægt er að vera meðvitaður um það sem er að gerast í samfélaginu og notfæra sér það til að auglýsa, sem dæmi má nefna þegar Guðni forseti átti afmæli þá gerði Dominos sérstaka forseta pizzu og létu senda hana heim til hans og gerðu þeir myndband af ferlinu.
  Ódýr hugmynd sem fékk mikla umfjöllun. Vel gert!
 2. Hver er tilgangurinn?
  Hvað viltu fá út úr auglýsingunni? Viltu að fólk heimsæki vefsíðuna þína? Að auglýsingin fari sem lengst? Fá virkni á færslu eða ný like á síðuna þína? Mikilvægt er að hafa þetta á bakvið eyrað þegar auglýsing á Facebook er keyrð á stað.
 3. Hver er markhópurinn?
  Facebook tekur til sín gríðarlega miklar upplýsingar um þig sem hægt er að vinna með við gerð auglýsinga meðal annars aldur, kyn, búseta, áhugamál, fjölskylda, áhugamál vinir og margt fleira. Það má segja að það sé næstum því óþægilegt hve miklu unnið er úr.
  Með vel skilgreindum markhópi er hægt að ná gríðarlega langt með auglýsinguna.
 4. Vertu nákvæmur, en ekki of. 
„Less is more“ á mjög vel við hér þegar skilgeint er markhópinn.
  Ef hægt er að gera það með fáum stikkorðum virkar það töluvert betur en of mikið af skilgreiningum. Sem dæmi má nefna ef á að skilgreina markhóp af fólki fyrir íþróttavörur þá að velja þá sem t.d fýla Nike eða Adidas.
 5. Mynd/video/GIF
  Annar mjög mikilvægur þáttur og er partur af því sem kallast „Edgerank“.

  „Edgerank er reikniritið sem Facebook notar til þess að velja það sem sést á fréttaveitunni (e. News feed).
 Einn partur af „Edgerank“ er vægi (e. Weight) færslunnar og er einfaldlega hversu mikil vægi færslan hefur. T.d vegur Video og GIF myndir meira en bara mynd og mynd vegur meira en hreinn texti.
  Þið hafið kannski tekið eftir þegar þið sjáið myndband á Facebook sem er bara mynd, en það er útaf því að myndband hefur meira vægi en mynd og kemur frekar fyrir á fréttaveitunni ykkar. Einnig hafa nýjir hlutir hjá Facebook meira vægi en aðrir. Þannig að ef Facebook kemur með uppfærslu ekki hika við að prófa.
 6. Val á mynd.
  Þegar kemur að því að velja mynd á auglýsingu skiptir miklu máli að velja mynd sem sker út úr, til dæmis að forðast það að velja mynd með bláum lit, þar sem sá litur fellur inn í bakrunn Facebook og fólk tekur mögulega ekki eftir því. Almennt að forðast liti sem við erum vön því að sjá. T.d er bleikur litur sem sker sig vel út og erum ekki vön að sjá, sá litur vekur athygli fólks og meiri líkur á því að ýtt sé á myndina. Svartur og hvítur eru litir sem á einnig að forðast nema þeir litir henti vörinni sérstaklega eins og t.d Black & Basic.
 Einnig að nota fólk á myndunum og reynslan hefur sýnt að andlitsmyndir af fólki sem horfir beint í myndavélina virka betur en aðrar. Heilinn okkar er gerður til þess að taka eftir hlutum sem við erum ekki vön því að sjá dagsdaglega og því eru það þessir hlutir sem virka svo vel í auglýsingum.
 7. Val á texta.
  Þó að textinn skipti ekki eins miklu máli og restin er mikilvægt að hafa grípandi texta sem á vel við þann markhóp sem er verið að tala við.

Þegar öll þessi atriði eru klár þá er kominn tími á að keyra auglýsinguna og sjá hvað virkar og hvað virkar ekki en það er mjög auðvelt að fylgjast með þessu í gegnum Facebook ads.  Til að byrja með er best að prófa keyra nokkrar auglýsingar á sama tíma og sjá hver virkar best. Það er ekki til neitt sem heitir hin fullkomna auglýsing sem virkar alltaf, heldur snýst þetta allt um að vera með réttu auglýsinguna á réttum tíma og uppfæra það sem betur má fara.

 

Þar til næst,
Viðar Pétur

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×