FRÉTTIR

05 jan 2018

Ert þú að vinna með rétta áhrifavaldinum? Hér ræðum við um keypta fylgjendur

Okkur þykir alltaf gaman að tala og fjalla um umræður sem spretta upp á samfélagsmiðlum. Nú er ein glæný umræða sem okkur þykir afar skemmtileg og þökkum við þeim kærlega fyrir sem tóku upp þessa umræðu, mjög nauðsynlegt umræðuefni. Eins og við höfum nefnt áður þá elskum við að fræða fyrirtæki um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og viljum að þau séu á tánum hvað varðar markaðssetningu á samfélagsmiðlum og með áhrifavöldum.

Fyrsta atriðið sem gott er að hafa í huga er: Hvað ertu að kaupa?
Það eru nokkur atriði sem koma að því en það er eins og að skoða hvort þú sért að kaupa alvöru auglýsingu hjá réttum áhrifavald með alvöru fylgjendur. Stundum skoða fyrirtæki aðeins myndefnið og er þá kannski aðeins að leitast eftir því en ef þú ert að leitast eftir sölu eða brand awerness taktu þá vel eftir!

Hægt er að skoða línurit á aðgöngum á hverjum og einasta Instagrami aðgangi fyrir sig og þar getur þú séð hvernig áhrifavaldur stækkar.
Þegar um er að ræða keypta fylgjendur eða like er það oft mjög oft augljóst en alls ekki alltaf.

a) Það er t.d ekki neitt samasemmerki á milli þess að ef áhrifavaldur er með 10.000 fylgjendur en aðeins um 100 like á myndirnar sínar að fylgjendurnir séu keyptir.
b) Það er heldur ekkert samasemmerki á milli þess þegar um ræðir tvær mismunandi manneskjur með sama fylgjenda fjölda eigi að vera með svipað reach á myndirnar.
Af hverju er þetta?
Það geta verið nokkrar ástæður en tökum nokkrar hér:

svar a) Það er möguleiki að manneskjan hafi byrjað snemma á Instagram og sé þá með marga óvirka notendur og einnig gæti verið að manneskjan sé með mikið af eldra fólki að fylgja sér sem er ekki af þessari svokölluðu ,,like kynslóð”.
Einnig þar sem Instagram algoritihim hefur breyst all svakalega að ef ákveðin manneskja hættir á Instagram í mánuð og byrjar svo aftur þá geta likein hrapað niður um meira en 50%.
svar b) Það er mismunandi hversu mikið manneskjur ná til aðra einstaklinga í gegnum Instagram og mismunandi hvernig efnið er og mismunandi eftir aldri og hvenær manneskjan byrjaði. Báðir aðilar þrátt fyrir sama fylgjenda fjölda en helmingi minni like eru þess vegna ekkert endilega með keypta fylgjendur.

Ef aðili er með alveg nákvæmlega jafn mörg like á allar myndir er nánast samasemmerki um keypt like. Það er varla hægt að fá sömu like á allar myndirnar vegna Instagram algorithim. En það er þannig að sumar myndir sér maður viku seinna hjá manneskju sem maður er að fylgja þvi Instagram er að reyna sýna manni það efni sem þau halda að maður vilji sjá þrátt fyrir að hafa fylgt persónunni. En þetta gera þeir líka svo að við áhrifavaldarnir með buisness account kaupum og kostum póstana okkar.

Í grafíkinni á síðunni Social blade þá er hægt að sjá mikla hækkun á sumum tímabilum hjá áhrifavöldum en það geta verið t,d shoutout á Instastory, gjafaleikir, shoutot á Instagram mynd, myndin sem aðilinn póstaði fór í explore sem margir geta séð og þá hækka like-in upp úr öllu valdi og fylgjendum fjölgar hratt etc.
En það er heldur ekki samasemmerki um að áhrifavaldur hafi keypt sér fylgjendur ef ekkert er sjáanlegt a profile viðkomandi þessa daga þar sem að þetta hefði geta verið shoutout á Instastory/Snapchat etc.
En hvernig er hægt að skoða þetta þá?
Til dæmis ef það er mikil fjölgun á fylgjenda fjölda á ákveðnu tímabili þá ættu like-in á myndirnar sem koma á eftir því að hafa hækkað örlítið.
Það þarf lika að grafa svo miklu dýpra áður en við förum að segja að viðkomandi hafi keypt sér likes eða fylgjendur.

Ef þið sjáið mikið “drop/hrap” í fylgjenda fjölda á Social blade þá er heldur ekkert samasemmerki um keypta fylgjendur heldur er líka möguleiki að viðkomandi aðili hafi verið með gjafaleik og fólk þurft að fylgja viðkomandi til að taka þátt en ákveðið að unfollowa eftir gjafaleikinn.

Skoðum nokkra mismunandi aðganga á Instagram til að fara yfir þau atriði sem ég tala um hér að ofan.


Við skulum taka dæmi um Instagramið hjá mér. En þarna sjáið þið pínu lítið “stökk” eða increase í fylgjendafjölda á nokkrum tímabilum. En ef þið skoðið svo Instagramið eða tagged photos í samræmi við þessi “stökk” þá geti þið séð nokkra gjafaleiki, shoutout frá stærri Instagrömmum. Eitt annað dæmi sem getur líka hækkað fylgjendafjölda er þarna í júní þá var ég gríðarlega dugleg að pósta myndum og póstaði nánast á hverjum degi í tvær vikur og fékk mikið af shoutout og þar fékk ég gott stökk og mín fyrsta mynd fór viral. Svo eitt sem þið sjáið hvergi neinstaðar nema ef þið fáið að skoða view insights hjá aðilanum er að myndin gæti hafa farið í “explore” sem þýðir að hún hafi farið viral og þá koma fleiri like og fylgjendur. En þetta graph er dæmi um venjulega hækkun í fylgjendafjölda. (Það vantar meira segja inn á graphið í desember fékk ég yfir 1000 fylgjendur á nokkrum dögum sem segir að við skulum ekki treysta Social blade eða gervigreindum einungis)


Hér er annað dæmi um venjulega hækkun í fylgjenda fjölda. En hérna sjáum við gríðarlega steady rit og enda er þessi aðili sem við nefnum ekki á nafn búin að pósta einni mynd á dag síðan hann byrjaði á Instagram. En það er líka svoleiðis að ef að aðili póstar ekki lengi og er ekki nógu stöðugur þá fær hann oft mikið af unfollowerum en ef hann er hinsvegar stöðugur alltaf þá fær aðili jafn mikið fylgi jafnt og rólega. Svo er þessi aðili líka með margar milljón fylgjendur þá fáum við ekki að sjá nákvæmt rit í stökkum sem hann hefur fengið.

En hér er dæmi um aðila sem við myndum skoða vel vegna þess hvernig línuritið er:

Hér myndum við athuga hvernig engangementið er, hvernig like-in eru, hver áhorfin á Instastory eru, hvaða lönd og aldur þetta eru.
Fékk aðili shoutout eða var með gjafaleik? (ps það er ekki alltaf hægt að vita því það hverfur eða aðili hafi eytt leiknum).

Það sem ég er að reyna sýna ykkur hér er að við skulum ekki stökkva á það að fólk hafi keypt sér fylgi út af stækkun á stuttum tíma á línuritinu á Social Blade það þarf miklu meira til að finna út úr því.

En hvað skal horfa á til að athuga hvort aðili sé með keypt fylgi eða ekki?
Aðal atriðið er að fá að sjá “view insights” á myndir hjá viðkomandi og einnig að fá skjáskot af áhorfum á Instastory. Það yfirleitt sést þar strax. Sem dæmi ef aðili er með 10.000 fylgjendur og með 30 áhorf á Instastories þá stemmir það ekki alveg. Sama gildir með ef aðili er með 10.000 fylgjendur en 10 like á myndirnar sínar. En eins og ég segi hér að ofan þá er fólk líka að kaupa sér like og þá er um að gera að skoða hverjir eru það sem eru að likea hjá viðkomandi og ef maður spottar gríðarlega marga feik aðganga þá eru það 99% líkur á að aðilinn hafi keypt sér like.

Hvaðan eru fylgjendurnir og hver er aldur á fylgjendahóp?
Áður en þú kaupir auglýsingu hjá áhrifavald þá viltu lika hafa i huga hvaðan fylgjendurnir séu og hvað þeir eru gamlir miðað við þann markhóp sem þig langar að ná til.
Hvernig er hægt að sjá það?
Jú ef áhrifavaldar eru með buisness profile þá er hægt að sjá allar tölur þar um aldur, hvaða lönd, impression, reach, engagement og ég gæti lengið talið á hverja pósta/Instastories fyrir sig. En það er ekki hægt að sjá á per mynd hvaðan fylgjendurnir eru. Það er rosalega mikilvægt sem dæmi ef að manneskja sem er með 30% íslenska fylgjendur en 70% frá USA og það kæmi síðan inn fyrirtæki sem vill ná til allra í heiminum, að þá greiða þeir fullt verð en ef fyrirtæki vill aðeins ná til 30% íslenskan markað þá borga þeir aðeins 30% af því verði. Það eru margar leiðir til að finna hinn fullkomna áhrifavald fyrir fyrirtæki og besta leiðin er að vinna með viðkomandi áhrifavald mjög náið til að lesa í allar tölur, fylgi, virkni og fleira til lengri tíma.

Frá okkur færðu öll gögn og allar tölur bak við auglýsingar sem þú kaupir á samfélagsmiðlum og höfum við unnið þannig alveg frá byrjun. Við skoðum í allar tölur og notum líka gervigreind sem er til staðar fyrir alla að nota á internetinu, en þar sem það er ekki nóg að skoða gervigreindina eins og ég tala um hér að ofan þá þarf að skoða sum atriði handgert.

Ég hlakka til að taka ykkur næst dýpra í virkni áhrifavalda fyrir sig, eins og hver er munur á sölu á áhrifavald með 50k fylgjendur og 2k?
Ég mun taka fyrir þar engagement rate eins og sést hér fyrir neðan. 

Þar til næst,
Tanja Ýr

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×