FRÉTTIR

18 maí 2017

Duldar auglýsingar eru alls staðar!

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna eru duldar auglýsingar alls staðar, því miður. Í þessari grein ætla ég að fara örlítið yfir hvað duldar auglýsingar eru og af hverju það er svona mikið af þeim.

Fyrst og fremst þá sjáum við hjá Eylenda greinilega að auglýsingar með áhrifavöldum eru að ná mjög langt og enn lengra vegna þessarar umræðu svo við tökum öllu umtali fagnandi. Þessi auglýsingaleið í markaðssetningu er löngu viðurkennd og hefur þekkst lengi út um allan heim en auðvitað þegar eitthvað nýtt kemur upp hér heima þá blossa upp allskonar umsagnir. Það sem við viljum gera er að fræða fólk eins mikið og við getum um það sem er að gerast í kringum okkur til þess að bæta viðhorf fólks til auglýsinga á samfélagsmiðlum.

Við vinnum ótrúlega náið með öllum þeim áhrifavöldum sem við notum í auglýsingar og þekkjum þá mjög vel. Okkar áhrifavaldar fá að velja og hafna verkefnum og eru með jafn stór áhrifavsæði og raun ber vitni vegna þess að þau eru stolt þegar þau fara í samstarf og það leikur enginn vafi á að um samstarf sé að ræða þegar þau vinna með öðrum einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum. Þannig hafa þau byggt upp trúverðugleika fyrir sínum fylgjendahópi. Við reynum eftir bestu getu að leiðbeina þeim hvernig á að merkja kostaðar auglýsingar. Á instagram sem dæmi notum við #ad, #sponsored, #collaboration eða #auglysing.

Það hefur auðvitað lengi verið þekkt að nota áhrifavalda í markaðssetningu um allan heim en þar sem þetta hefur færst í aukarnar hér heima á síðustu misserum (fyrst með tilkomu Eylenda og gríðarlegri aukningu í vinsældum samskiptamiðla) hefur þessi umræða blossað upp núna.

Okkar markmið hjá Eylenda er að vera eins persónuleg og hægt er, við sérsníðum herferðir fyrir hvert og eitt fyrirtæki og tengjum vörumerki við þá aðila sem vörumerkið passar við. Við vinnum með áhrifavöldunum okkar allan daginn, þekkjum markhópinn þeirra vel og þekkjum hvernig þau vinna. Og að sjálfsögðu er alltaf tekið fram ef um auglýsingu er að ræða. 

Hér eru nokkrar FAQ sem við heyrum reglulega:

Hvað eru duldar auglýsingar?

Þegar einstaklingur, áhrifavaldur, fréttasíða eða annar miðill tekur ekki fram að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Hvað eru EKKI duldar auglýsingar?

Allar markaðsherferðir Eylenda. Þegar áhrifavaldar taka fram að um auglýsingu eða samstarf sé að ræða.

Af hverju er mikið til af duldum auglýsingum ?

Allt í kringum þetta er mjög nýtt á Íslandi. Ég (Tanja) man þegar ég var að byrja að taka gjald fyrir auglýsingar fyrir aðeins 2 árum síðan og fyrirtæki og fólk í kringum mig höfðu aldrei heyrt slíkar hugmyndir. Þar til nýlega vissu margir (einstaklingar, áhrifavaldar og fyrirtæki) ekki að lög væru til þess efnis að það þurfi að taka fram að um auglýsingu sé að ræða. Enn fremur eru rosalega margir sem kjósa að hunsa þessi lög.

Eru duldar auglýsingar bara til í gegnum áhrifavalda?

Að sjálfsögðu ekki. En ástæðan fyrir því að áhrifavaldar eru mikið í umræðunni núna er einfaldlega sú að áhrifavaldar hafa mun meiri áhrif og verða því fyrir vali fjölmiðla til að fjalla um. Það hefur sannað sig vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast og við tökum fagnandi eins og ég segi hér að ofan. En umræðan um faldar auglýsingar á Íslandi í dag eru mikið til komnar af stórum herferðum þar sem tugir (ef ekki hundruðir) venjulegra einstaklinga eru að auglýsa sömu vöruna. Fyrir utan samskiptamiðla eru “faldar auglýsingar” auðvitað auðsjáanlegar í nánast öllum sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, tónlistarmyndböndum, fréttasíðum og fleiru í kringum okkur. En eins og við segjum hér að ofan, þetta er ekkert nýtt. Einfaldlega góð leið til þess að ná til viðskiptavina ef tekið er fram að um auglýsingu sé að ræða.

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×