ALGENGAR SPURNINGAR

Sjáið þið um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki?

ið sjáum til þess að þitt fyrirtæki sé sjáanlegt á samfélagsmiðlum. Við sjáum daglega um þína samfélagsmiðla. Við sjáum um hugmyndavinnu, svörun á miðlunum, efnissköpun, tengja áhrifavalda, textasmíði, ljósmyndun, markhópagreiningu og annað tilheyrandi.

Hvaða samfélagsmiðill er bestur?

Ekki er auðvelt að útnefna einhvern einn miðil bestan en jafnan hentar einn samfélagsmiðill betur en annar og fer það eftir tegund og markmiðum fyrirtækisins. Við bjóðum upp á áhrifaríka ráðgjöf, sjá HÉR, þar sem við förum yfir þessi mál.

Hvernig virkar það ef ég vil fá að kynna mína vöru/þjónustu í gegnum áhrifavald?

Fyrsta skrefið er að hafa samband við okkur og útskýra hvað þú hefur í huga. Við komum svo til með að senda þér spurningalista og útbúa sérsniðna markaðsherferð eða skipulag með stökum áhrifavaldi.

Missir áhrifavaldurinn ekki mark sitt ef hann fær greitt fyrir það sem hann auglýsir?

Nei, ótrúlegt en satt! Þeir áhrifavaldar sem eru á skrá hjá okkur hafa öðlast fylgi sitt af ástæðu, vegna þess að fylgjendur þeirra treysta þeim og trúa

(Hvers vegna treysta þeir þeim?).
Áhrifavaldar taka ekki að sér að auglýsa hvaða vöru sem er. Þeir taka eingöngu að sér verkefni sem þeir virkilega hafa trú á og séu þeir raunverulegu hrifnir af viðkomandi fyrirtæki eða vöru.

Taka áhrifavaldar við öllum greiddum verkefnum sem þeim bjóðast?

Nei, við gætum þess að áhrifavaldarnir taki ekki við of mörgum verkefnum í senn. Auk þess fær áhrifavaldurinn alltaf að velja og segja sína skoðun á tiltekinni vöru eða þjónustu. Áhrifavaldurinn vill halda í trúverðugleika sinn og velur því verkefnin vel eftir eigin sannfæringu.

Getið þið sett upp langtíma markaðsskipulag fyrir fyrirtæki á samfélagsmiðlum?

Við hjá Eylenda teljum mjög mikilvægt að fyrirtæki setji upp langtímaskipulag í samstarfi við áhrifavalda, sem sniðið er eftir ákveðinni markaðsherferð á samfélagsmiðlum til að halda vörumerkinu gangandi. Það er eitt af því sem við sérsníðum að hverjum og einum.

Fæ ég einhverjar tölur eftir að herferð með áhrifavald/-völdum lýkur?

Við lok hvers samstarfs munum við koma til með að senda skýrslur með tölum úr verkefninu ásamt umfjöllun.

Hve löng er ein umfjöllun hjá áhrifavaldi?

Það er erfitt að meta en það fer eftir verkefni og miðli sem notast er við hverju sinni.

Ef miðað er við miðilinn Snapchat sem dæmi yrði hver umfjöllun ávallt lengri en 50 sekúndur.

Er hægt að sjá markhóp áhrifavalda út frá samfélagsmiðlum þeirra?

Já, á flestum samfélagsmiðlum er það hægt, nema á Snapchat. Hins vegar áætlum við meðalaldur markhóps út frá öðrum samfélagsmiðlum viðkomandi áhrifavalds og miðum þá við hve lengi áhrifavaldurinn hefur verið á Snapchat. Þannig má áætla aldur og kyn þeirra sem fylgjast með tilteknum Snapchat-aðgangi.

Búið þið til myndefni fyrir samfélagsmiðla hjá fyrirtækjum?

Það gerum við svo sannarlega! Hver kannast ekki við það að langa til að birta eitthvað á samfélagsmiðlum en vera uppiskroppa með efni? Myndefni er að okkar mati lykilþáttur á samfélagsmiðlum og við erum snillingar í þeim efnum.

Setjið þið upp auglýsingar á Facebook, Instagram og Google fyrir fyrirtæki?

Já, við sjáum í rauninni um allt sem tengist samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki. Allt frá áhrifavöldum að því að sjá um meðhöndlun samfélagsmiðla, með því að búa til efni og halda utan um svörun á miðli.

AÐRAR SPURNINGAR?

Ekki hika við að spyrja okkur

EYLENDA

8461082

7726565

info@eylenda.com

Austurstærti 17., 101 Reykjavík

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×