FRÉTTIR

26 jún 2017

8 ráð til að þú sért með það nýjasta í InstaStory

Instagram stories er alltaf að stækka og því er sniðugt að fara huga að því að vera virkur þar inn á. Efni sem sett þar inn skiptir alveg jafn miklu máli og til dæmis myndir á Instagram. Það er ótrúlega skemmtilegt að leika sér að búa til InstaStory úr þeim forritum sem ég mun deila með ykkur hér á eftir. Ég þekki það nú mjög vel sjálf að kunna ekki á Photoshop og þá kom þetta aldeilis vel fyrir mig. Þessi ráð sem ég er í þann mund að fara segja ykkur frá er ekki aðeins hægt að nota fyrir InstaStories heldur aðra samfélagsmiðla :).

8 ráð til að þú sért nú aldeilis ekki að missa af neinu til að gera InstaStoryið þitt sem flottast:

 1. Taktu myndir með myndavélinni á símanum og færðu það síðan yfir í Insta story. Þannig færðu betri myndir og einnig er hægt að breyta þeim, setja filter áður en þú setur þær í story og því búið til þitt eigið þema. Þeir sem horfa á InstaStoryið taka ekki eftir því að myndin sem þú setur sé tekin í gær eða fyrradag svo það mun ekki eyðileggja fallega storyið sem við erum í þann mund að fara í gegnum.
 2. Facetune – Forrit til að breyta myndum og gera þær t.d skýrari. En það eru til endalaust af forritum til að gera myndirnar flottari en ég mun eflaust koma inn á það seinna.
 3. Vsco – Forrit með allskonar flottum filterum sem ég mæli eindregið með ef þú vilt búa til þema yfir myndunum.
 4. InstaShot – Er frábært smáforrit ef að myndin sem þú tókst er ekki í rétti stærð, einnig er hægt að gera ótrúlega skemmtileg myndbönd og fleira. Hægt er að skoða það betur HÉR.
 5.  Sjáðu lita úrvalið sem InstaStory býður upp á og þú vissir kannski ekki af:

  Við erum vön að sjá litina eins og er á mynd tvö enn það er mjög auðvelt að fá fleiri lita valmöguleika eins og er á mynd þrjú.
  Skref 1: Þú ýtir á pennan uppi hægra megin í horninu og færð þá upp eins og er á mynd tvö.
  Skref 2: Til að fá upp litapallettuna á mynd þrjú þá helduru inni einum af litnum á mynd tvö.
 6. Notaðu stafina í InstaStory til að gera skugga.

  Eins og sjá má til vinstri þá skrifar maður orðið sem maður ætlar að nota tvisvar með mismunandi lit og dregur það svo yfir hitt og þá ertu búin að búa til smá skugga eins og sjá má á mynd tvö.
 7. Smáforritið Wordswag er algjör snilld.

  Hér sýni ég aðeins part af því sem hægt er að gera í Wordswag. Velja mynd, velja stærð á mynd, ákveða texta og form texta, liti og svo í lokin er hægt að bæta við logo. Hér er til dæmis InstaStory sem ég bjó bara til í WordSwag:

  Þetta myndband var aðeins gert úr myndum.

 8. PocketVideo – býr auðveldlega til myndbönd sem henta fullkomlega fyrir Instastory eða aðra samfélagsmiðla.

  Eins og þið sjáið þá bjó ég til glæsilegt myndband til að sýna ykkur örlítið hvað PocketVideo býður upp á. En þetta er mjög sniðug forrit til að búa til myndbönd til að setja í Instastory, munið að eitt myndband í Instastory er aðeins 15 sekúndur. Þú getur sett myndband þarna inn, kroppað það, bætt við texta og allskonar öðru sniðugu. Einnig eru nokkur tilbúin myndbönd sem þú getur notað eins og til dæmis þetta sem ég gerði hér að ofan.Ég er alveg viss um að þessi smáforrit komi til með að spila stóran part í InstaStoryinu ykkar ef þið bara prófið. Mér þykir ekkert skemmtilegra en að deila með ykkur hvaða smáforrit hafa verið mér hjálpleg. Ég mun koma til með að tala um GIF og Boomerang á næstu vikum og þið viljið aldeilis ekki missa af því.Þar til næst
  Tanja Ýr Ástþórsdóttir
Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×