FRÉTTIR

19 jún 2017

10 ráð til að búa til árangursríka og áhrifamikla markaðsherferð á samfélagsmiðlunum!

Hér koma 10 ráð ef þú ætlar þér að nota áhrifavald í auglýsingaleið á samfélagsmiðlum í þínu fyrirtæki. Þetta eru aðeins tíu ráð og þau eru klárlega fleiri en ég vona að þetta gefi þér smá innsýn í hvað sé gott að hafa í huga.

10 atriði sem þú þarft að hafa á hreinu!

 1. Áhrifavaldur fær að ráða svolítið ferðinni svo að umfjöllunin verði sem persónulegust.Það sem hefur komið best út er að áhrifavaldurinn fái að spreyta sig svolítið sjálfur en þá koma oftast bestu umfjallanirnar. Ef fyrirtæki fara að stjórna allt of mikið að þá verður umfjöllunin ópersónuleg!
 2. Þekktu áhrifavaldinn meira en bara það að hann sé “vinsæll” – að hann passi vel við vörumerkið þitt .Það er oft svoleiðis að fyrirtæki vilja einn ákveðin aðila af því hann er mikið í umtalinu og er vinsæll. En passar hann við vörumerkið? Ef að áhrifavaldur talar um heilbrigðan lífstíl alla daga þá myndi eflaust ekki henta að hann færi að auglýsa Mc Donalds.
 3. Ekki horfa bara á fylgjenda tölurnar það segir ekki allt sem segja þarf.
  Við eigum það til að horfa aðeins of mikið á fylgjenda töluna en það er jú auðvitað partur af þessu öllu saman. Við höfum gert allskonar tilraunir hvort það séu meiri líkur á að það seljist meira eftir því hve fylgjenda talan er hærri, en það hefur komið í ljós að svo er ekki. Það þarf að passa að finna rétta áhrifavaldinn við rétta vörumerkið og þá ætti fylgjenda talan ekki að skipta öllu máli. Ef um vörumerkja vitund er að ræða þá skiptir fylgjenda talan mjög miklu máli.
 4. Ekki biðja áhrifavaldinn að skrifa ‘Keyptu þessa vöru’
  Þegar auglýsingar eru á samfélagsmiðlum eins og Instagram og í bloggfærslu þá er mjög mikilvægt að það að leyfa áhrifavaldinum að vera með svolítið frjálsar hendur hvað skal skrifa undir myndina eða í bloggfærslunni.. Það er auðvitað mjög gott að vera með tillögur, sterka punkta, hvað má ekki segja ef svo er og ef það eru einhver ákveðin #hastög. En það kemur fyrir að fyrirtæki vilja að áhrifavaldurinn skrifi “Keyptu þessa vöru” og þá er þetta orðið mjög ópersónuleg auglýsing.
 5. Mælum virkilega með því að áhrifavaldur auglýsi ekki aðra vöru sama dag því það hefur sýnt sig oft að virknin sé þá minni.
  Þar sem samfélagsmiðlar eru að verða gífurlega vinsælir meðal fyrirtækja sem nota þá til að auglýsa að þá eru sumir áhrifavaldar með ótrúlega mörg verkefni og taka kannski 2-3 umfjallanir á dag. Það getur komið sér þannig fyrir að fylgjandinn láti umfjallanirnar fram hjá sér fara eða grípi aðeins eina af þremur. Svo það er mikilvægt að biðja áhrifavaldinn að auglýsa ekki annað fyrirtæki sama dag til að þú fáir sem mest fyrir þitt fyrirtæki. Ef að þú ert að kaupa Instagram mynd þá er líka gott að biðja áhrifavaldinn að pósta á ákveðnum tíma sem að fylgjendur hjá áhrifavaldinum eru inná svo að myndin sjáist sem víðast. Einnig skiptir miklu máli að áhrifavaldurinn pósti þá aðeins einni mynd þann dag svo að myndin fái aðeins að njóta sín. Sama má segja um bloggfærslur :).
 6. Mundu að gefa út reglur um myndefni, hvað er bannað og hvað má. 
  Fyrirtæki hafa auðvitað lent í mjög slæmu og hafa keypt umfjallanir en endað með því að fá mynd af manneskju með vörunni og eitthvað inn á myndinni sem kemur ekki vel út: Vopn, eiturlyf, áfengi og fleira.
 7. Ekki gleyma að biðja áhrifavaldinn um að merkja þegar um auglýsingu sé að ræða.
  Það er MJÖG mikilvægt að biðja áhrifavaldinn að merkja að um sé að ræða auglýsingu þegar að hann tekur umfjallanir fyrir þitt fyrirtæki.
 8. Mældu áhrifin!
  Það gleymist oft í spenningnum að mæla áhrifin en ef þú tekur einn áhrifavald þá ættirðu að geta mælt áhrifin hans í kringum umfjöllun en oft hafa áhrifavaldarnir enn áhrif nokkrum vikum seinna. Ef þú ert með nokkra áhrifavalda og engin af þeim er með afsláttarkóða þá er svolítið erfitt að mæla áhrifin en áhrifavaldarnir eru klárlega að spila mikið saman.
 9. Póstaðu mynd/um frá áhrifavaldinum á miðlana þína. 
  Þegar að áhrifavaldur deilir mynd með vörunni þinni og þér líkar myndin þá er algjör plús fyrir þig að deila myndinni á þína miðla og keyra í gang auglýsingu á þeirri mynd. Myndir af áhrifavöldum með vöruna fá oftast meiri athygli heldur en mynd af vörunni sjálfri.
 10. Passaðu að gleyma ekki miðlum fyrirtækisins meðan þú notar áhrifavalda. Þetta spilar allt saman!
  Við sjáum þetta því miður oft gerast að fyrirtæki keyra í gang herferð á samfélagsmiðlum eða eru að nota staka áhrifavalda til að auglýsa vöru. Áhrifavaldurinn bendir á samskiptamiðla fyrirtækisins og fylgjandinn kíkir á þá miðla og sér mögulega að það sé ekkert í gangi og þá eru mikli minni líkur á að hann kaupir. Auðvitað ef samfélagsmiðlar fyrirtækisins eru í góðu standi þá gæti vel verið að fylgjandinn kaupi fleiri vörur en bara þessa sem var verið að auglýsa. Einnig er þá líklegt að fyrirtækið byggir upp stóra samfélagsmiðla því að fylgjandinn á það til að fylgja eða likea við það sem fyrirtækið er að gera. Þetta spilar klárlega allt saman :).

Þessi tíu atriði hér að ofan ættu að koma þér nær því að búa til árangursríka og áhrifamikla markaðsherferð á samfélagsmiðlunum!

Þar til næst!
Tanja Ýr Ástþórsdóttir

 

Vilt þú ná lengra á samfélagsmiðlunum? Skoðaðu þjónustuna sem við hjá Eylenda höfum upp á að bjóða HÉR

eylenda

Write a Reply or Comment

heidifitfarmer

×
Arnayr

×
Binniglee

×
Camyklikk

×
Fiskurinn

×
Iceredneck

×

×
Linethefine

×
Solrundiego

×
Sonjastory

×
Stefanjohnt

×
Sunnevaeinarsd

×
Beautybytanja

×
Makeupbytinnath

×